GPG fiskverkun ehf. á Húsavík hefur fest kaup á sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsnesi ehf. í Stykkishólmi. Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. GPG kaupir Þórsnes efh.

GPG fiskverkun ehf. á Húsavík hefur fest kaup á sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsnesi ehf. í Stykkishólmi. Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri GPG, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær.

GPG kaupir Þórsnes efh. í heild sinni, að meðtöldum um 1.500 tonna kvóta, vertíðarbátunum Þórsnesi I SH og Þórsnesi II SH, línu- og netabátnum Bjarna Svein SH og krókaaflamarksbátnum Jónsnesi SH. Þá fylgja með í kaupunum vinnsluhúsnæði og -búnaður í Stykkishólmi, bæði til skelvinnslu og saltfiskvinnslu.

Þórsnes ehf. hefur lengst af stundað veiðar og vinnslu á hörpuskel í Stykkishólmi en eftir hrun hörpuskelstofnsins í Breiðafirði hefur afli af skipum að mestu leyti verið unninn utan Stykkishólms og lönduðu þau m.a. afla hjá GPG á Húsavík á síðasta fiskveiðiári. Gunnlaugur segir enn ekkert ákveðið hvernig rekstri Þórsness ehf. verði hagað eftir kaupin. Það liggi fyrir innan fárra daga. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð.