Landssamband fiskeldisstöðva og Fiskeldishópur AVS (www.fiskeldi.is) halda ráðstefnu þann 22. október á Hótel Loftleiðum. Markmið með henni er að:
*Gefa yfirlit yfir stöðu einstakra eldistegunda.
*Meta samkeppnishæfni viðkomandi eldistegundar í alþjóðlegu samhengi.
*Koma með tillögur að mikilvægum rannsókna- og þróunarverkefnum.
*Greina mikilvæg verkefni til að tryggja framgang tegundarinnar í íslensku fiskeldi.
Vonast er til að ráðstefnan verði mikilvægt skref til að móta stefnu um val á eldistegundum sem leggja ber mesta áherslu á við uppbyggingu fiskeldis á Íslandi á næstu áratugum.