Margir möguleikar.

Margir möguleikar.

Norður
G1076
Á9V/Allir
K6532
95

Suður
ÁD9832
5
Á74
KG7

Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta Pass 2 hjörtu 2 spaðar
3 hjörtu 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass

Fjórir spaðar er sterkur samningur, en þó er hætta á fjórum tapslögum. Hvernig er best að spila með hjartakóngi út?

Eitt og annað kemur til greina. Fyrir utan þann augljósa kost að svína fyrir spaðakónginn, mætti taka á ásinn fyrst með því hugarfari að endaspila vestur ef hann hefur byrjað með Kx. Líka er til í dæminu að reyna að fríspila tígulinn án þess að hleypa austri inn. Allt eru þetta góðar hugmyndir, en ekki gallalausar.

Norður
G1076
Á9
K6532
95

Vestur Austur
K5 4
KDG1073 8642
109 DG8
ÁD8 106432

Suður
ÁD9832
5
Á74
KG7

Einfaldast og best er að dúkka fyrsta slaginn á hjartakóng. Henda svo tígli niður í hjartaásinn og fríspila tígulinn með trompun. Þannig er austur sniðgenginn og öllum möguleikum til vinnings haldið opnun - það má svína í trompi, reyna við 3-2 legu í tígli eða þá spila á laufgosann ef annað bregst.