Ósáttir við Sigmund VÉR undirritaðir viljum harðlega mótmæla birtingu skrípamyndar Sigmunds mánudaginn 11. okt. 2004.

Ósáttir við Sigmund

VÉR undirritaðir viljum harðlega mótmæla birtingu skrípamyndar Sigmunds mánudaginn 11. okt. 2004. Teljum við það óafsakanlegt að birta svona klám á síðum Morgunblaðsins þar sem vísað er í svokallaða g-bletti, kynlífshjálpartæki, afbrigðilegt munalostakynlíf og ber kvenmannsbrjóst sýnd!

Eins og alþjóð veit eru fjölmörg ungmenni eftirlitslaus heima við þessa dagana og hafa þ.a.l. óheftan aðgang að hinum ýmsu fjölmiðlum landsins og er Mbl. ekki undanskilið þar. En til þessa hafa ábyrg foreldri áhyggjulaust getað leyft óritskoðaðan aðgang að blaðinu.

Er þessi sori það sem koma skal á síðum Morgunblaðsins? Tja, maður spyr sig!

B. Davíð Husby,

Konráð J. Óskarsson,

Jóel Hjaltason,

Ísak Þór Atlason og

Þórhallur G. Samúelsson.

Veski týndist í Grafarvogi

BLÁTT rúskinnsveski týndist í Foldahverfinu í Grafarvogi sl. mánudag. Í því var hestalyklakippa ásamt fleira dóti. Finnandi hafi samband við Margréti í síma 8661523.

Páfagaukurinn Tumi týndur

PÁFAGAUKURINN Tumi flaug frá okkur fyrir utan verslunina "Furðufuglar og fylgifiskar" mánudaginn 10. október sl. um kl. 18:30. Hann flaug í norður frá versluninni og hvarf sjónum okkar í rökkrinu. Tumi er grænn Hans-Macaw-páfagaukur um 15 cm hár. Hann gæti haldið sig hátt uppi í trjám. Hann þolir illa kulda og regn og gæti verið niðri á jörð þegar þannig viðrar. Tumi er handmataður og gæfur en gæti verið hræddur við ókunnuga. 10.000 kr fundarlaunum er heitið fyrir þann sem fangar fuglinn. Ábendingar eru einnig vel þegnar. Hringið í síma 6934847, 5654847 (Ólöf) eða 8613875 (Ásgeir). Fuglinum má einnig skila í verslunina Furðufuglar og fylgifiskar, Bleikargróf 15, sími: 5811191, 6993344, 8995998.