1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 dxe5 5. Rxe5 c6 6. Bd3 Rd7 7. Rxd7 Bxd7 8. O-O e6 9. c4 Rf6 10. Rc3 Be7 11. Bf4 O-O 12. De2 c5 13. dxc5 Bxc5 14. Had1 Db6 15. Be5 Bc6
Staðan kom upp í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu í Cesme í Tyrklandi. Ofurstórmeistarinn, Michael Adams (2740), leiddi hina frönsku sveit sína NAO til sigurs í keppninni hafði hvítt gegn finnska skákmanninum Miiki Maki-Uuro (2390). 16. Bxf6! gxf6 17. Bxh7+! Kxh7 18. Dh5+ og svartur gafst upp enda fátt sem hann getur gert til að varna máti eftir 18... Kg7 19. Dg4+ Kh7 20. Hd3.
Lokastaða efstu sveita varð þessi:
1.NAO 12 liðsstig af 14 mögulegum.
2.-4.Bosna Sarajevo, Ladya Kazan
og Max Ven Ekaterinburg
11 liðsstig.
5.-6.Polonia Plus Warsawa og Tomsk 10 liðsstig.