GAGNABANKI Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands á sviði hagræðingar í menntamálum virðist einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum ef marka má niðurstöður Google- leitarforritsins. Samkvæmt úttekt Jóns Erlendssonar, forstöðumanns Upplýsingaþjónustu H.Í.

GAGNABANKI Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands á sviði hagræðingar í menntamálum virðist einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum ef marka má niðurstöður Google- leitarforritsins. Samkvæmt úttekt Jóns Erlendssonar, forstöðumanns Upplýsingaþjónustu H.Í., er í 28% tilvika vísað á efni Upplýsingaþjónustunnar þegar leitarorðið "framleiðni í menntun" (e. educational productivity) er slegið inn á vef Google, sem ein stærsta leitarvél heims.

Að sögn Jóns hefur Upplýsingaþjónustan unnið að því frá árinu 1998 að taka saman kjarnaatriði úr þúsundum erlendra rannsókna og frásagna um hagræðingu og bætta framleiðni í námi og hvers kyns fræðslu og geymir gagnabankinn nú yfir 7.400 vefsíður um menntamál og 3.500 um heilbrigðismál en alls hefur Upplýsingaþjónustan þróað um 28 þúsund vefsíður.

Að sögn Jóns nýtist efnið sem undirstaða ákvarðanatöku og hagræðingar í stóru jafnt sem smáu í menntakerfinu. Þá nýtist gagnabankinn í að koma merkum nýjungum að í kennslu löngu áður en þær birtast í kennslubókum og hefur tæknin m.a. komið að notum í námskeiðum fyrir nemendur í rafmagns- og tölvuverk fræði við H.Í. sem Jón kennir.

Að sögn Jóns er unnið að því að aðstoða kennara við H.Í. við að tileinka sér fyrrgreind vinnubrögð. Raunhæft er að hugsa sér að koma megi tækni U.H. í víðtæka notkun í kennslu og rannsóknum við H.Í. á innan við 3 árum.

Að sögn Jóns má beita sömu vinnubrögðum í flestum þekkingarstörfum á sviði ríkis- og einkarekstrar. Mikil vinna fari í að afla upplýsinga og byggja upp þekkingu en tilvist og tækni gagnabanka Upplýsingaþjónustu H.Í. hafi sýnt fram á að unnt er að gefa tafarlaus skrifleg svör til fyrirspyrjanda í tölvupósti eða munnlega í stuttu símtali.