Þessi ungi Kínverji, Guan Chen, 24 ára, vegur 191 kíló. Um 60% fullorðinna í Peking eru of feit.
Þessi ungi Kínverji, Guan Chen, 24 ára, vegur 191 kíló. Um 60% fullorðinna í Peking eru of feit. — Reuters
UM 200 milljónir Kínverja eru of feitar. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá kínverska heilbrigðisráðuneytinu en þar segir ennfremur, að meira en 160.000 millj. manna séu með of háan blóðþrýsting og 20 millj. séu með sykursýki.

UM 200 milljónir Kínverja eru of feitar. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá kínverska heilbrigðisráðuneytinu en þar segir ennfremur, að meira en 160.000 millj. manna séu með of háan blóðþrýsting og 20 millj. séu með sykursýki.

Mikil umskipti hafa orðið á efnahag Kínverja á síðustu tveimur áratugum og leynir það sér ekki á mittismálinu. Aðeins á rúmum áratug hefur þeim, sem þjást af offitu, fjölgað um helming og eru nú 60 milljónir eða 7,1% fullorðinna.

Gamla fólkið man vel eftir matarskorti og hungursneyð, til dæmis ástandinu fyrir og eftir 1960 en talið er, að þá hafi 30 millj. manna soltið í hel. Upplifun unga fólksins er hins vegar allt önnur. Skyndibiti og vestrænt ruslfæði verður æ stærri hluti af viðurværi þess.

Kínversk yfirvöld ætla nú að skera upp herör gegn þessari þróun í samvinnu við WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, og er meiningin að stórauka áróður fyrir heilsusamlegu líferni.

Peking. AP.