NOKKRU fleiri eða 88 manns fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þá fluttu fleiri frá landinu en til þess á tímabilinu.

NOKKRU fleiri eða 88 manns fluttu frá höfuðborgarsvæðinu en til þess á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Þá fluttu fleiri frá landinu en til þess á tímabilinu.

Fleira aðkomufólk á Austurlandi

Aðeins tvö landsvæði voru með fleira aðkomufólk en brottflutta á þessu þriggja mánaða tímabili, annars vegar á Austurlandi, þar sem 123 fleiri fluttu til landshlutans en fluttu frá Austurlandi, og Suðurland, þar sem mismunurinn var 14 manns. Á Austurlandi var einkum um að ræða flutninga frá útlöndum en þar voru aðfluttir umfram brottflutta í flutningum milli landa 135. Aftur á móti voru brottfluttir heldur fleiri en aðfluttir í innanlandsflutningum til Austfjarða.

Tæplega 2.000 einstaklingar fluttu frá landinu

Alls voru skráðar 20.274 breytingar á lögheimili í þjóðskrá á ársfjórðungnum. Þar af fluttu 9.898 innan sama sveitarfélags, 6.712 milli sveitarfélaga, 1.685 fluttu til landsins og 1.979 frá landinu. Brottfluttir Íslendingar voru því 367 fleiri en aðfluttir og aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 17 fleiri en brottfluttir. Flestir erlendir ríkisborgarar voru frá Portúgal eða 91.