HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 23 ára gamlan Litháa, sem í ágúst var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með um 300 grömm af kókaíni innvortis, í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness.

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 23 ára gamlan Litháa, sem í ágúst var handtekinn á Keflavíkurflugvelli með um 300 grömm af kókaíni innvortis, í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness.

Í niðurstöðum dómsins segir að ljóst sé að kókaínið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi enda hafi maðurinn viðurkennt það. Það ásamt aðferðinni við að að koma efninu inn í landið var metið til refsiþyngingar. Á hinn bóginn var litið til þess að hann játaði brot sitt greiðlega fyrir dómi, hann væri tiltölulega ungur og líklegt að hann væri ekki eigandi efnisins.

Efnið var sterkt og hefði mátt drýgja það talsvert fyrir sölu, jafnvel þrefalda það.

Guðmundur L. Jóhannesson kvað upp dóminn. Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, sótti málið en Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. var til varnar.