STJÓRN Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ekki rætt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að svipta sjómann lífeyrisréttindum án þess að bætur kæmu fyrir.

STJÓRN Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ekki rætt niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að svipta sjómann lífeyrisréttindum án þess að bætur kæmu fyrir.

Spurður hvort niðurstaða dómsins væri fordæmisgefandi fyrir aðra sjómenn sem voru í sambærilegri stöðu hjá Lífeyrissjóði sjómanna sagðist Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, líta svo á að málið væri hjá ríkinu. "Það er ríkið sem er dæmt í þessu máli og eins og staðan er núna, munum við ekkert gera í málinu. Ég bíð eftir því hvernig ríkið túlkar dóminn og hvort þeir vilja einhverja samvinnu við okkur um að skoða einhver fleiri mál. Eins og staðan er núna gerum við ekkert sérstakt í málinu annað en að kynna okkur dóminn betur og átta okkur á hvað hann þýðir," segir Árni.