Aukning á bókasafninu | Grunnskólanemar á Akranesi hafa verið duglegir að koma við í bókasafni bæjarins í verkfalli grunnskólakennara. Er þetta haft eftir Halldóru Jónsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Akraness, á vef Akraneskaupstaðar.

Aukning á bókasafninu | Grunnskólanemar á Akranesi hafa verið duglegir að koma við í bókasafni bæjarins í verkfalli grunnskólakennara. Er þetta haft eftir Halldóru Jónsdóttur, forstöðumanni Bókasafns Akraness, á vef Akraneskaupstaðar. Þá er vinsælt að fara í almenningstölvuna en starfsmenn bókasafnsins hafa reynt að vekja athygli nemenda á að bókasafnið er með aðgang að skólavefnum.

Fram kemur að hámarkstími hjá hverjum gesti í tölvunum er 30 mínútur á dag og þeir sem eiga lánþegaskírteini þurfa ekki að greiða sérstakt gjald fyrir þá þjónustu. Þess er getið að börn og unglingar, 18 ára og yngri, greiða ekki fyrir skírteini að bókasafninu.