Atli Harðarson er fæddur í Biskupstungum árið 1960. Hann lauk6 BA prófi í heimspeki og bókmenntum frá HÍ 1982. Þá lauk Atli M.A. prófi í heimspeki frá Browne University í Bandaríkjunum árið 1984. Atli hóf störf við Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 1986 og gegnir nú starfi aðstoðarskólameistara. Hann er kvæntur Hörpu Hreinsdóttur kennara og eiga þau tvo syni.
Atli Harðarson er fæddur í Biskupstungum árið 1960. Hann lauk6 BA prófi í heimspeki og bókmenntum frá HÍ 1982. Þá lauk Atli M.A. prófi í heimspeki frá Browne University í Bandaríkjunum árið 1984.

Atli hóf störf við Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 1986 og gegnir nú starfi aðstoðarskólameistara. Hann er kvæntur Hörpu Hreinsdóttur kennara og eiga þau tvo syni.

Áttunda málþing Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands (RKHÍ) verður haldið dagana 15. og 16. október nk. Að þessu sinni ber þingið yfirskriftina: "Tækifæri í fjölbreyttu samfélagi: Lýðræði - jafnrétti - fjölmenning." Aðalfyrirlesarar munu fjalla um efni sem tengist þessari yfirskrift beint en í málstofum og umræðuhópum verður einnig fjallað um mörg svið skólaþróunar og nýbreytni í skólastarfi. Alls eru dagskrárliðir á þinginu um 100 talsins.

Málþing RKHÍ hafa verið haldin undanfarin haust og fjallað um rannsóknir, nýbreytni og þróun í skólakerfinu. Að sögn Atla Harðarsonar, fulltrúa Félags stjórnenda í framhaldsskólum í samráðshópi sem er RKHÍ til ráðuneytis, mynda málþingin grundvöll fyrir kennara og aðra sem huga að mennta- og uppeldismálum til að hlýða á fyrirlestra og rökræða hugmyndir og reynslu af skólaþróun. "Helsta breyting frá fyrri árum er að nú er fjallað jöfnum höndum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla en á fyrri þingum var áherslan aðallega á málefni leik- og grunnskóla," segir Atli. "Undanfarin ár hafa svokallaðar UT ráðstefnur verið helsti vettvangur umræðu um þróunarstarf í framhaldsskólum. Þar hefur einkum verið fjallað um notkun upplýsingatækni, en skólaþróun snýst að sjálfsögðu um margt fleira og vantað hefur vettvang fyrir breiða, gagnrýna umræðu um breytingar og nýmæli í framhaldsskólum. Aðstandendur þingsins vilja skapa slíkan vettvang og ég vona að kennarar úr framhaldsskólum fjölmenni."

Hvers vegna umræðuefnið fjölmenning?

"Eitt af þeim úrlausnarefnum sem skólar standa frammi fyrir er fjölgun nemenda sem eiga annað móðurmál en íslensku. Til að innflytjendur aðlagist samfélaginu þurfa skólarnir að veita börnum þeirra tækifæri til jafns við önnur börn. Innflytjendur gegna sífellt mikilvægara hlutverki í efnahags- og menningarlífi og ef skólarnir laga sig ekki að þessum veruleika sitjum við uppi með alls konar erfið vandamál.

Er hægt að finna fyrir heilbrigðu þjóðarstolti í fjölmenningarsamfélagi?

"Að sjálfsögðu er það hægt og fyrir því eru margar ástæður. Ein er að sá þáttur í okkar menningu sem við megum vera hvað stoltust af er frjálslyndi og víðsýni. Önnur ástæða er að menning okkar dafnar best þegar hún verður fyrir áhrifum úr mörgum og ólíkum áttum.

Það getur vel farið saman að við leggjum rækt við þjóðleg menningarverðmæti og innflytjendur séu stoltir af ýmsu sem þeir flytja með sér til landsins. Best er ef þeir eignast tvöfalt þjóðarstolt og verða í senn hreyknir af uppruna sínum og ánægðir með að vera Íslendingar. Skólakerfið getur lagt sitt af mörkum til að börn þeirra eignist slíkt stolt og sjálfsvirðingu og því betur sem það tekst því ólíklegra er að hér verði nein innflytjendavandamál."

Nánari upplýsingar má finna á malthing.khi.is