— Morgunblaðið/RAX
GUTTARNIR á Suðureyri í Súgandafirði Þorsteinn Davíð, Andri Már og Remek leika sér við að hjóla á fullri ferð í stórum polli sem myndast hefur á eyrinni í miklum rigningum síðustu daga.
GUTTARNIR á Suðureyri í Súgandafirði Þorsteinn Davíð, Andri Már og Remek leika sér við að hjóla á fullri ferð í stórum polli sem myndast hefur á eyrinni í miklum rigningum síðustu daga. Sögðust þeir skemmta sér hið besta og una hag sínum vel, lausir við námsbækurnar í grunnskólanum í bili. Raunar benda nýjustu fréttir ekki til þess að kennsla hefjist í skólunum alveg á næstunni.