Leikskóli Suðurútlit væntanlegs leikskóla við Helgamagrastræti á Akureyri. Arkitekt hússins er Fanney Hauksdóttir en Hyrna mun byggja hann.
Leikskóli Suðurútlit væntanlegs leikskóla við Helgamagrastræti á Akureyri. Arkitekt hússins er Fanney Hauksdóttir en Hyrna mun byggja hann.
FJÓRAR tillögur bárust í alútboði vegna byggingar leikskóla við Helgamagrastræti á Akureyri. Dómnefnd sem fór yfir tillögurnar lagði til að gengið yrði til samninga við Hyrnu ehf.

FJÓRAR tillögur bárust í alútboði vegna byggingar leikskóla við Helgamagrastræti á Akureyri. Dómnefnd sem fór yfir tillögurnar lagði til að gengið yrði til samninga við Hyrnu ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins og var sú niðurstaða samþykkt í stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar. Tilboðsverð Hyrnu hljóðaði upp á 210 milljónir króna.

Að sögn Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar er ráðgert að hefja framkvæmdir við byggingu leikskólans sem fyrst en hann á að verða tilbúinn til notkunar í byrjun árs 2006. Byggingin verður tæplega 1.000 fermetar á tveimur hæðum og þar verður rými fyrir 140 börn. Arkitekt hússins er Fanney Hauksdóttir arkitekt.