* HERMANN Hreiðarsson lék sinn 60. landsleik gegn Svíum í gær. Hermann hefur skorað 3 mörk. * INDRIÐI Sigurðsson fékk þungt högg á höfuðið á 25. mínútu og þurfti í kjölfarið að fara af leikvelli.

* HERMANN Hreiðarsson lék sinn 60. landsleik gegn Svíum í gær. Hermann hefur skorað 3 mörk.

* INDRIÐI Sigurðsson fékk þungt högg á höfuðið á 25. mínútu og þurfti í kjölfarið að fara af leikvelli. Sveinbjörn Brandsson, læknir íslenska liðsins, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði verið óhætt annað en taka Indriða af velli þar sem hann kvartaði yfir höfuðverk.

* EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði sitt 13. landsliðsmark gegn Svíum í gær og sitt fjórða í síðustu fimm landsleikjum. Eiður hefur skorað 3 af fjórum mörkum Íslands í undankeppni HM gegn Búlgörum, Ungverjum og Svíum og þá skoraði hann annað af tveimur mörkum í 2:0 sigri á Ítölum.

* LOGI Geirsson skoraði 9 mörk fyrir Lemgo og var markahæstur í sínu liði sem sigraði Pfullingen , 32:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Þrjú marka Loga komu af vítalínunni.

* EINAR Hólmgeirsson skoraði 6 mörk fyrir Grosswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson 5, þar af 4 út vítaköstum, í ósigri gegn meisturum Flensburg , 32:27.

* ALEXANDER Petersson skoraði 6 mörk fyrir Düsseldorf og Markús Máni Michaelsson eitt þegar liðið beið lægri hlut fyrir Magdeburg , 35:27. Arnór Atlason komst ekki á blað fyrir Magdeburg .

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði 5 mörk fyrir Ciudad Real sem sigraði Valladolid , 31:25, í spænsku 1. deildinni.

* HRAFNHILDUR Skúladóttir skoraði í tvígang þegar lið hennar, SK Århus , steinlá fyrir Viborg , 37:21, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi.

*JONATHAN Bachini, leikmaður ítalska knattspyrnuliðsins Brescia, féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum hinn 22. sept. sl. Bachini , sem tvívegis hefur leikið með ítalska landsliðinu, mun hafa notað kókaín en hann er 25 ára gamall og tekur ítalska Ólympíunefndin málið fyrir á næstu dögum.