Það var handagangur í öskjunni í gamla Samkomuhúsinu, en mikill fjöldi barna skráði sig í áheyrnarprufur hjá Leikfélagi Akureyrar í gær. Félagið er að leita að börnum í hlutverk í söngleikinn Óliver sem setja á upp í vetur.
Það var handagangur í öskjunni í gamla Samkomuhúsinu, en mikill fjöldi barna skráði sig í áheyrnarprufur hjá Leikfélagi Akureyrar í gær. Félagið er að leita að börnum í hlutverk í söngleikinn Óliver sem setja á upp í vetur. — Morgunblaðið/Kristján
ÞAÐ var mikil örtröð í gamla Samkomuhúsinu á Akureyri síðdegis í gær en þá hófst skráning í áheyrendaprufur fyrir söngleikinn Óliver sem Leikfélag Akureyrar sýnir um jólin í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

ÞAÐ var mikil örtröð í gamla Samkomuhúsinu á Akureyri síðdegis í gær en þá hófst skráning í áheyrendaprufur fyrir söngleikinn Óliver sem Leikfélag Akureyrar sýnir um jólin í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Eftirvænting skein úr andlitum barnanna sem komin voru til að skrá sig en stóra stundin rennur upp á laugardag þegar prufurnar fara fram. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri LA og leikstjóri Ólivers sagði að búist hefði verið við 60 til 70 börnum í prufurnar en þátttakan farið langt fram úr þeim vonum, allt að 200 börn skráðu sig. "Þetta var bara eins og nýtt Idolæði," sagði Magnús Geir.

Leitað er að börnum á aldrinum 10 til 14 ára til að fara með barnahlutverk í sýningunni. Auk þess er leitað að fólki í aukahlutverk og til að syngja í kór. Uppsetning á þessum vinsæla söngleik er ein sú stærsta í sögu félagsins frá upphafi.