[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það virðist vera regla að matur sem á að höfða til barna, sé sætur, feitur og saltur og hafi lítið næringargildi.

Það virðist vera regla að matur sem á að höfða til barna, sé sætur, feitur og saltur og hafi lítið næringargildi. Auglýsingar sem ætlaðar eru börnum eru yfirleitt markaðssetning á slíkum mat en Janina Blomberg, verkefnisstjóri hjá Hjarta- og lungnavernd í Svíþjóð spyr í grein í Dagens Nyheter af hverju enginn auglýsi hollan mat fyrir börn? Blomberg segir að dæmigerðar vörur sem auglýstar eru fyrir börn séu sætt morgunkorn, sælgæti, ís, sætir drykkir, kex og skyndibiti. Hún nefnir sem dæmi að þegar gert var átak í Bandaríkjunum og

hvatt var til aukinnar neyslu á ávöxtum og grænmeti, var

tveimur

milljónum bandaríkjadala varið til baráttunnar. Á sama tíma notaði Coca-Cola og Pepsi samanlagt þrjá milljarða bandaríkjadala í auglýsingaherferðir. Blomberg bendir einnig á að börn þekki McDonalds trúðinn næstum jafnvel og jólasveininn, að því er kannanir hafa leitt í ljós. Hún bendir á að jógúrt og morgunkorn sem sérstaklega er ætlað börnum innihaldi stundum tvöfalt meira af sykri en sambærilegar vörur fyrir fullorðna.

Auglýsingar á óhollum mat eru meðal þess sem hefur haft áhrif á gríðarlega aukningu á offitu meðal barna en Hjarta- og lungnaverndin tekur nú þátt í ESB-verkefni um börn, offitu og matarauglýsingar. Að mati Blomberg verða matvöruframleiðendur að sýna ábyrgð í baráttunni við offituna og hún lýsir undrun yfir því að enginn hafi séð tækifærin sem felast í því að markaðssetja hollustu fyrir börn. "Foreldrar sem eru sér meðvitandi um heilsuna vilja geta gefið börnum sínum hollan bita á milli mála, gjarnan í aðlaðandi umbúðum. Það er ekki létt fyrir foreldra að standast styrkleika ruslfæðismarkaðarins," segir Blomberg m.a. Að hennar mati ætti fremur að nota þekktar fígúrur eins og Bangsímon og Múmínálfana til að markaðssetja hollustu en óhollustu og hún skorar á markaðsfræðingana að fá næringarfræðinga í lið með sér.