Samið við Flensborg | Samningur um nýtt húsnæði við Flensborgarskólann, og verulegar umbætur á núverandi húsnæði, var undirritaður á þriðjudag. Segja má að viðbæturnar séu seinni áfangi byggingarinar, sem reist var á 8. áratugnum.

Samið við Flensborg | Samningur um nýtt húsnæði við Flensborgarskólann, og verulegar umbætur á núverandi húsnæði, var undirritaður á þriðjudag. Segja má að viðbæturnar séu seinni áfangi byggingarinar, sem reist var á 8. áratugnum.

Flensborgarskólinn er fjölbrautaskóli og tók hann til starfa fyrir um 120 árum. Sem stendur þrengir mjög að starfsemi skólans vegna húsnæðisleysis, sem birtist m.a. í þröngum matsal nemenda og erfiðri vinnuaðstöðu kennara, að því er fram kemur í tilkynningu frá Flensborgarskóla. Sem stendur er kennt á þremur stöðum í bænum vegna plássleysis, en nýbyggingu er m.a. ætlað að leysa þann vanda.