— Morgunblaðið/Kristinn
Haustið er fyrir mörgum uppáhaldsárstíðin sökum þess hve haustlitir trjánna eru fallegir á að líta. Hins vegar haldast hin litskrúðugu lauf mislengi á trjánum og fer þá allt eftir því hvenær fyrstu haustlægðirnar ganga yfir landið.
Haustið er fyrir mörgum uppáhaldsárstíðin sökum þess hve haustlitir trjánna eru fallegir á að líta. Hins vegar haldast hin litskrúðugu lauf mislengi á trjánum og fer þá allt eftir því hvenær fyrstu haustlægðirnar ganga yfir landið. Þessa dagana eru trén óðum að missa lauf sín og standa víðast eftir með berar greinar. Borgarbúar fara heldur ekki varhluta af veðrabreytingunum og koma húfur og vettlingar því að góðum notum. En það eru ekki bara trén sem þurfa að standast rokið því þessir strákar þurftu að hafa sig alla við til að standa í lappirnar og stýra hjóli sínu rétta leið í snörpustu vindhviðunum.