Heimspekitorg | Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti Kennaradeildar Háskólans á Akureyri flytur fyrirlestur á heimspekitorgi í dag, fimmtudaginn 14. október kl. 16.30 í stofu 14 í húsakynnum Háskólans við Þingvallastræti.

Heimspekitorg | Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarforseti Kennaradeildar Háskólans á Akureyri flytur fyrirlestur á heimspekitorgi í dag, fimmtudaginn 14. október kl. 16.30 í stofu 14 í húsakynnum Háskólans við Þingvallastræti. Hann nefnist: Er framtíðin fólgin í heimspeki Kants?

Í ár eru tvö hundruð ár liðin frá láti Immanuels Kants. Í erindi sínu ræðir Guðmundur um stöðu Kants í heimspeki nútímans. Hann fjallar einnig um ævi og störf heimspekingsins og veitt verður yfirlit yfir verk Kant og leitast við að meta mikilvægi hans sem heimspekings og hugsuðar í nútíð og framtíð.