Endurbætur | Fimm tilboð bárust í endurbætur í Þjónustumiðstöðinni á Bjargi og voru fjögur þeirra undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 38,5 milljónir króna. Trésmiðja Kristjáns ehf.

Endurbætur | Fimm tilboð bárust í endurbætur í Þjónustumiðstöðinni á Bjargi og voru fjögur þeirra undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 38,5 milljónir króna. Trésmiðja Kristjáns ehf. átti lægsta tilboð í verkið, um 35,8 milljónir króna, eða 93% af kostnaðaráætlun. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum að ganga til samninga við fyrirtækið.