[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Miðasala á tónleika The Shadows í Kaplakrika 4. maí nk. hefur farið vel af stað. Eru nú u.þ.b. 500 miðar eftir og er gert ráð fyrir að uppselt verðu öðru hvoru megin við helgi. Hægt verður að kaupa miða hjá Concert ehf. - www.concert.is .

Miðasala á tónleika The Shadows í Kaplakrika 4. maí nk. hefur farið vel af stað. Eru nú u.þ.b. 500 miðar eftir og er gert ráð fyrir að uppselt verðu öðru hvoru megin við helgi. Hægt verður að kaupa miða hjá Concert ehf. - www.concert.is . Tónleikarnir eru hluti af síðasta tónleikaferðalagi The Shadows.

Frestur til að skila inn verkum vegna Edduverðlaunanna 2004 rann út um síðustu helgi og hafa aldrei áður borist fleiri innsendingar, að því að fullyrt er á kvikmyndavefnum Landi og sonum, eða alls tæplega 70 mismunandi verk. Valnefndir hafa tekið til starfa en þeirra hlutverk er að velja þrjár til fimm tilnefningar í hvern flokk. Tilnefningar verða opinberaðar 25. október næstkomandi. Flestar innsendingar voru í flokki sjónvarpsþátta og skemmtiþátta. Einnig voru sendar inn margar heimildarmyndir sem og stuttmyndir. Innsendar kvikmyndir í fullri lengd hafa aldrei verið fleiri eða alls sjö.

Eddahátíðin fer fram 14. nóvember og mun Sjónvarpið senda beint út frá verðlaunaafhendingunni.