EMIL Hallfreðsson, útherjinn skæði í Íslandsmeistaraliði FH og ungmennalandsliðsins, heldur í dag til Everton þar sem hann verður til reynslu í átta daga.

EMIL Hallfreðsson, útherjinn skæði í Íslandsmeistaraliði FH og ungmennalandsliðsins, heldur í dag til Everton þar sem hann verður til reynslu í átta daga. Everton hefur undanfarnar vikur fylgst náið með Emil og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er talið líklegt að honum verði boðinn samningur við enska úrvalsdeildarliðið standi hann undir væntingum á æfingum liðsins. Fyrir hjá Everton er unglingalandsliðsmaðurinn Bjarni Þór Viðarsson, sem Everton fékk til sín frá FH í vor, en Bjarni hefur staðið sig mjög vel og hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína með unglinga- og varaliðinu.

Fleiri félög á Englandi hafa sýnt Emil - Portsmouth ásamt 1. deildarliðunum Stoke og Crewe.