Á leið í göngin löngu Aðgöng númer eitt eru á Teigsbjargi, ofan við Fljótsdal.
Á leið í göngin löngu Aðgöng númer eitt eru á Teigsbjargi, ofan við Fljótsdal. — Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kárahnjúkavirkjun | Hafin er vinna við gerð sveifluganga í Miðfelli ofan við Valþjófsstaðarfjall. Að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun, eru sveiflugöng nokkurs konar öndunarop fyrir aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar.

Kárahnjúkavirkjun | Hafin er vinna við gerð sveifluganga í Miðfelli ofan við Valþjófsstaðarfjall.

Að sögn Sigurðar Arnalds hjá Landsvirkjun, eru sveiflugöng nokkurs konar öndunarop fyrir aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Þau verða boruð upp í hæsta punkt yfir stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar, en möguleiki á að taka sveiflur er nauðsynlegur beint fyrir ofan stöðvarhúsið ef svo færi að túrbínur lokuðu skyndilega fyrir vatnið, t.d. vegna þess að flutningslínur raforkunnar slitnuðu eða álagið færi.

Gæti þá myndast gríðarleg sveifla í vatninu aftan við stöðvarhúsið og þarf að vera möguleiki á að dempa það niður.

Sex hverflar verða í stöðvarhússstæðunni, 115 MW hver, samtals 690 MW. Þetta verða kröftugustu túrbínur á Íslandi, stærstu vélar fram til þessa eru annars vegar í Búrfelli og hins vegar í Hrauneyjafossi, þar eru vélarnar 70 MW hver.

Það er Impregilo sem borar sveiflugöngin.