— Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Vopnafjörður | Stjórn Kaupfélags Vopnfirðinga hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Vopnafjörður | Stjórn Kaupfélags Vopnfirðinga hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Að sögn Guðjóns Böðvarssonar kaupfélagsstjóra hefur rekstur félagsins verið í járnum um árabil og segir hann um uppsafnaðan vanda að ræða og að félagið hafi velt gömlum skuldum á undan sér í mörg ár. Guðjón sagði að beiðnin yrði að líkindum tekin fyrir í dag og tíminn einn leiddi í ljós hvert framhaldið yrði.