Hvetja til sameiningar | Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er tillögum sameiningarnefndar félagsmálaráðuneytisins um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt.

Hvetja til sameiningar | Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er tillögum sameiningarnefndar félagsmálaráðuneytisins um sameiningu allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum í eitt.

Fram kemur sú skoðun að sameining Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna hafi verið mikið gæfuspor fyrir íbúa byggðarlaganna og að sú mikla uppbygging, sem átt hefur sér stað, eigi sér rætur í styrkleika stærðarinnar. Komi til sameiningar allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum verði til sveitarfélag með um 17 þúsund íbúa og muni það verða meðal stærstu og öflugustu sveitarfélaga landsins.

Ungir sjálfstæðismenn hvetja sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum til að vinna heilshugar að sameiningartillögunum, með hag almennings að leiðarljósi, segir í ályktuninni.