— Morgunblaðið/Árni Torfason
Laugardalsvöllur | Þessi litli gutti var mættur á völlinn ásamt föður sínum til að styðja landslið Íslendinga í viðureign þess og landsliðs Svíþjóðar á Laugardalsvellinum í gærkvöldi.
Laugardalsvöllur | Þessi litli gutti var mættur á völlinn ásamt föður sínum til að styðja landslið Íslendinga í viðureign þess og landsliðs Svíþjóðar á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Í hálfleik þegar staðan var 4-0, Svíþjóð í vil, voru margir stuðningsmenn íslenska liðsins orðnir úrkulna vonar um að þeirra mönnum tækist að sigra. Ekki var þó á snáðanum að sjá að hann tæki stöðuna mjög nærri sér, enda hafði hann verið svo heppinn að fá gómsæta pítsusneið til að gæða sér á og virtist una hag sínum hið besta. Sennilega hefur piltungurinn einnig verið of ungur til að átta sig raunverulega á alvarlegri stöðu mála.