RÓBERT Gunnarsson heldur áfram að fara á kostum með Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í gær skoraði hann ellefu mörk þegar lið hans vann AaB frá Álaborg, 31:28, á heimavelli.
RÓBERT Gunnarsson heldur áfram að fara á kostum með Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Í gær skoraði hann ellefu mörk þegar lið hans vann AaB frá Álaborg, 31:28, á heimavelli. Sturlu Ásgeirssyni tókst ekki að skora fyrir Århus GF að þessu sinni en liðið er nú í þriðja sæti deildarinnar með 8 stig að loknum 5 leikjum. GOG er fyrir ofan með 10 stig eftir 6 leiki og Kolding er efst með 10 stig eftir 7 leiki, en Kolding lagði í gær Team Helsinge, 30:33 á útivelli. Magnús Agnar Magnússon skoraði eitt mark fyrir Team Helsinge.