GEIR H. Haarde fjármálaráðherra kvaðst á Alþingi í gær hafa það fyrir satt að niðurstöðu starfshóps, sem falið var að gera úttekt á umfangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi, væri að vænta um næstu mánaðamót.

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra kvaðst á Alþingi í gær hafa það fyrir satt að niðurstöðu starfshóps, sem falið var að gera úttekt á umfangi skattsvika, skattsniðgöngu og dulinni efnahagsstarfsemi, væri að vænta um næstu mánaðamót.

Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Kallaði hún þar eftir niðurstöðu starfshópsins sem skipaður var á grundvelli þingsályktunar frá 3. maí 2002.

Ráðherra sagði að vinna hópsins hefði verið umfangsmeiri og tímafrekari en ráð var fyrir gert. Sagði hann það þó miður að niðurstaða hópsins hefði dregist.