Nöfn systkina féllu niður Í formála minningargreina um Örn Friðfinnsson á blaðsíðu 26 í Morgunblaðinu í gær, 13. október, féll niður upptalning á systkinum hins látna. Þau eru: Guðmundur Bjarni, f. 14.

Nöfn systkina féllu niður

Í formála minningargreina um Örn Friðfinnsson á blaðsíðu 26 í Morgunblaðinu í gær, 13. október, féll niður upptalning á systkinum hins látna. Þau eru: Guðmundur Bjarni, f. 14. apríl 1944, kvæntur Sigríði Öldu Ásmundsdóttur, og eiga þau tvö börn, Ásrúnu og Friðfinn Frey; Erna, f. 5. júlí 1948, var gift Pétri J. Jónassyni, eiga þau tvö börn, Orra og Hörpu; og Pétur Hákon, f. 21. júní 1961, kvæntur Hjördísi Braga Sigurðardóttur, eiga þau fjögur börn, Hjalta Hrafn, Tinnu Rut, Arnar Darra og Andra Fannar. Útför Arnar fór fram frá Bústaðakirkju í gær en jarðsett var í Garðakirkjugarði í Garðabæ. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum.

Sungu ekki Stál og hníf

Ranglega var hermt í myndatexta í blaðinu á þriðjudag af baráttufundi kennara í Háskólabíói að lagið Stál og hnífur hefði verið sungið í fjöldasöng - en í textablaði sem var dreift á fundinum var að finna texta við lagið og við annað sem lag sem sungið var á fundinum. Beðist er velvirðingar á þessu.

Sex gírar

Í umfjöllun um Volvo S40 á miðvikudag var ranglega haldið fram að bíllinn væri með fimm gíra handskiptingu. Hið rétta er að hann er með sex gíra skiptingu.