RÆKJUVINNSLAN Íshaf hf. á Húsavík hefur lagt öllum þremur rækjuskipum sínum tímabundið. Vinnslu verður engu að síður haldið áfram og mun hún byggjast á innfluttu hráefni.

RÆKJUVINNSLAN Íshaf hf. á Húsavík hefur lagt öllum þremur rækjuskipum sínum tímabundið. Vinnslu verður engu að síður haldið áfram og mun hún byggjast á innfluttu hráefni. Að sögn framkvæmdastjóra Íshafs, Bergsteins Gunnarssonar, eru meginástæður þessa hátt olíuverð og treg rækjuveiði. Hann segir að verið sé að reyna að finna önnur verkefni fyrir skipin á meðan rækjuveiðarnar liggja niðri. Um 17 manns hafa verið í áhöfnum skipanna þriggja en 10-12 yfirmönnum hefur ekki verið sagt upp störfum.

Rækjuútgerð á Íslandi á nú mjög undir högg að sækja. Skammt er síðan Þormóður rammi-Sæberg hf. á Siglufirði tilkynnti að félagið myndi ekki gera út þrjú rækjuskip sín í vetur. Einu þeirra verður lagt en hin tvö gerð út á karfa.