Ætla má að jarðneskar leifar um 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis.
Ætla má að jarðneskar leifar um 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. — Morgunblaðið/Sverrir
Hér á landi er að finna talsverðan fjölda niðurlagðra kirkjugarða og kirkjustaða sem þekktir eru úr Íslandssögunni. Víkurgarður, sem síðar var nefndur Fógetagarðurinn, er dæmi um slíkan.
Hér á landi er að finna talsverðan fjölda niðurlagðra kirkjugarða og kirkjustaða sem þekktir eru úr Íslandssögunni.

Víkurgarður, sem síðar var nefndur Fógetagarðurinn, er dæmi um slíkan. Talið er að Þormóður sonur Þorkels mána hafi látið reisa kirkju framan við bæ sinn og gert grafreit umhverfis hana.

Staður þessi var þar sem nú er horn Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Hætt var að nota hann 1838 og entist hann því Reykvíkingum í rúm 800 ár.

Ætla má að jarðneskar leifar 30 kynslóða Reykvíkinga hvíli þar.