27. október 2004 | Menningarlíf | 176 orð | 1 mynd

Jóhann les úr verkum sínum í Stokkhólmi

Jóhann Hjálmarsson
Jóhann Hjálmarsson
DAGSKRÁ sem nefnist Skurðpunktar skáldskaparins verður um helgina í Stokkhólmi og koma þar saman þekkt skáld frá ýmsum löndum og lesa úr verkum sínum. Fyrri dagskráin verður á föstudag í Kulturhuset kl. 19 og sú síðari í Nordiska museet kl.
DAGSKRÁ sem nefnist Skurðpunktar skáldskaparins verður um helgina í Stokkhólmi og koma þar saman þekkt skáld frá ýmsum löndum og lesa úr verkum sínum.

Fyrri dagskráin verður á föstudag í Kulturhuset kl. 19 og sú síðari í Nordiska museet kl. 13 daginn eftir.

Frá Íslandi er Jóhanni Hjálmarssyni boðið en fimm ljóða hans hafa nýlega birst í enskri þýðingu í Ars Interpres. Bandaríkjamaðurinn Christopher Burawa þýddi.

Cristopher Burawa vinnur nú að enskri þýðingu úrvals með ljóðum Jóhanns Hjálmarssonar.

Það er alþjóðlegt tímarit um ljóðlist, þýðingar og listir, Ars Interpres í Stokkhólmi, sem stendur að dagskránni en það kemur út í rafrænu formi á ensku og að hluta á rússnesku og er einnig prentað.

Ljóðin verða flutt á frummáli og ensku.

Meðal skálda sem lesa eru Les Murray frá Ástralíu, kunnasta skáld Ástralíumanna, Englendingurinn Daniel Weissbort, Andrey Gritsman, Bandaríkjunum, Fred Johnston, Írlandi, Gleb Shulpyakov, Rússlandi og nokkur sænsk skáld, meðal þeirra Hildred Crill, Aris Fioretos, Regina Derieva, Juris Kronbergs og Lars-Håkan Svensson.

Tímaritið Ars Interpres mun verða kynnt á dagskránni en meðal kostnaðarmanna þess er Sænska akademían. Akademían er einn helsti styrktaraðili Skurðpunkta skáldskaparins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.