27. október 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hægt að skoða gömul blöð á Netinu

AÐGANGUR á Netinu að gömlum eintökum Morgunblaðsins, frá 1913 fram á mitt ár 1964, er öllum opinn og hægt að fara í gagnasafn Morgunblaðsins, www.mbl.is/gagnasafn, og smella á fyrstu forsíðu blaðsins sem birtist vinstra megin á síðunni.
AÐGANGUR á Netinu að gömlum eintökum Morgunblaðsins, frá 1913 fram á mitt ár 1964, er öllum opinn og hægt að fara í gagnasafn Morgunblaðsins, www.mbl.is/gagnasafn, og smella á fyrstu forsíðu blaðsins sem birtist vinstra megin á síðunni. Í framhaldi er hægt að velja tímabil og einnig er hægt að slá inn leitarorð til að þrengja leitina frekar. Einnig er hægt að skoða gömul eintök á vefnum hvar.is.

Til að skoða gömul blöð þurfa notendur að hlaða niður forritinu DjVu. Sú þjónusta er boðin í fyrsta sinn sem smellt er á fundna síðu. Að innsetningu lokinni nægir að loka og opna vafrann að nýju og þá er hægt að skoða síðurnar að vild.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.