Í Fljótstungu er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta, en land jarðarinnar er um 2.070 ha. Verðhugmynd er 60 millj. kr., en jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.
Í Fljótstungu er rekin umfangsmikil ferðaþjónusta, en land jarðarinnar er um 2.070 ha. Verðhugmynd er 60 millj. kr., en jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.
Hvítársíða - Fasteignamiðstöðin er nú með til sölu jörðina Fljótstungu í Hvítársíðu í Borgarfjarðarsveit (áður Hvítársíðuhreppi). "Í Fljótstungu hefur verið rekin ferðaþjónusta í 32 ár," segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni.
Hvítársíða - Fasteignamiðstöðin er nú með til sölu jörðina Fljótstungu í Hvítársíðu í Borgarfjarðarsveit (áður Hvítársíðuhreppi). "Í Fljótstungu hefur verið rekin ferðaþjónusta í 32 ár," segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. "Inni í bænum er boðið upp á uppbúin rúm í þremur tveggja manna herbergjum.

Fyrir ofan bæinn er Heygarður, 20m 2 sumarbústaður, með svefnpokaplássi fyrir fjóra, baðherbergi og eldunaraðstöðu. Fyrir neðan bæinn er Hlíð, 2-3 manna, Hóll 4 manna og Hamar 4 manna hús með eldunaraðstöðu, salerni og kojum fyrir svefnpokagistingu. Einnig Höll sem er setustofa og borðstofa fyrir allt að 24 manna hópa.

Land jarðarinnar er um 2.070 ha. og liggur milli Litlafljóts og Norðlingafljóts. Undirlendið sunnan og neðan við Fljótstunguháls er að miklu leyti þakið hrauni en vallendisbakkar með fljótunum og skógur í jöðrum. Hálsinn er langur fellsrani, sem gengur fram úr heiðarhásléttunni.

Bærinn stendur hátt framan í hálsendanum og blasir við neðan frá þjóðveginum.

Þarna eru náttúruperlur, sem vert er að skoða, m.a. hellirinn Víðgelmir. Verðhugmynd er 60 millj. kr."