18. nóvember 2004 | Úr verinu | 319 orð | 1 mynd

Sjómenn sofa ekki nógu vel um borð

Sjómenn hvílast ekki nóg vel til sjós. Álag er mikið, bæði andlegt og líkamleg og vinna oft einhæf. Þá eru sjómenn of þungir, þeir reykja of mikið og drekka of mikið kaffi.
Sjómenn hvílast ekki nóg vel til sjós. Álag er mikið, bæði andlegt og líkamleg og vinna oft einhæf. Þá eru sjómenn of þungir, þeir reykja of mikið og drekka of mikið kaffi. — Morgunblaðið/Jim Smart
SJÓMENN hvílast ekki nógu vel um borð í skipum sínum en það eykur hættu á slysum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á áhrifum hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna.
SJÓMENN hvílast ekki nógu vel um borð í skipum sínum en það eykur hættu á slysum. Þetta kemur fram í rannsókn sem gerð var á áhrifum hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna.

Haustið 2002 fól samgönguráðuneytið fyrirtækinu Solarplexus að rannsaka þætti er varða hvíld og heilsu sjómanna á íslenskum togurum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að fá vísbendingar um áhrif hvíldar á heilsu og slysatíðni um borð í skipum.

Vaktavinna hefur samkvæmt skýrslunni áhrif á almennt heilsufar og veldur bæði líkamlegu og andlegu álagi, einkum hjá þeim sem eldri eru. Þannig eykst hætta á meltingarfærasjúkdómum, ásamt hjarta- og æðasjúkdómum eftir 20 ára vaktavinnu.

Þá eru félagsleg áhrif vaktavinnu einnig töluverð. Niðurstöður sýna að um 18% einstaklinga, sem þátt tóku í rannsókninni, höfðu fundið fyrir kvíða undanfarna sex mánuði, 33% höfðu fundið fyrir depurð og upplifað áhyggjur síðastliðna sex mánuði sem rekja mátti til félagslegra aðstæðna. Þetta má fyrst og fremst rekja til þess að einstaklingurinn fær í ofanálag ekki næga hvíld og er í skýrslunni fjallað nokkuð um svefnvenjur sjómanna. Segir að svefnklefar séu jafnan of litlir og þröngir með lítilli loftræstingu. Þá segir að hávaði um borð í fiskiskipum auki andlegt álag og trufli svefn. Niðurstöður svefnmælinganna leiddu þannig í stórhluti sjómanna fær ekki nægan svefn 20% þeirra eiga við verulegar svefntruflanir að stríða (Insomnia) með tilheyrandi einkennum.

Í skýrslunni segir að sjómenn vinni í mörgum tilfellum einhæfa vinnu sem hafi í för með sér viðvarandi spennu sömu vöðva í langan tíma. Ofan á þetta bætist síðan kuldinn eða ójafnt hitastig sem eykur spennuna og álagið til muna.

Þá voru í rannsókninni gerðar mælingar á blóðþrýstingi, kólesteróli, blóðsykri, líkamsfitu og þoli sjómanna. Þær leiddu í ljós að sjómenn voru í miklum meiri hluta of þungir og voru t.d. 56% með of háan blóðþrýsting. Reykingar og kaffidrykkja er of mikil, blóðsykur og líkamsfitustuðull of hár.

Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin að um 77% sjómanna líður vel eða mjög vel í vinnu sinni.

Fletta í greinum frá þessum degi

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.