Til hinstu stundar er eftir Traudl Junge og Melissa Müller og fjallar um síðustu ár Hitlers, þegar Junge var einkaritari hans. Frásögnin hefst á þessum orðum: "Þessi bók er engin síðbúin réttlæting. Engin sjálfsásökun.
Til hinstu stundar er eftir Traudl Junge og Melissa Müller og fjallar um síðustu ár Hitlers, þegar Junge var einkaritari hans.

Frásögnin hefst á þessum orðum: "Þessi bók er engin síðbúin réttlæting. Engin sjálfsásökun. Ég vil heldur ekki að hún verði skilin sem lífsjátning. Hún er miklu fremur tilraun til að sættast, ekki við samferðafólk mitt, heldur við sjálfa mig."

Í kynningu segir: "Í huga lesandans brennist mynd af vernduðu lífi hirðarinnar í kringum Foringjann á meðan landið er í rjúkandi rúst."

Viðtalsmynd við Traudl Junge, sem vakið hefur mikla athygli, verður sýnd í Sjónvarpinu nú fyrir jólin. Arthúr Björgvin Bollason þýddi bókina.

Útgefandi er PP-forlag. 326 bls. Leiðbeinandi útsöluverð: kr. 4.980.