1. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 99 orð | 1 mynd

Herdís skipuð prófessor á Bifröst

HERDÍS Þorgeirsdóttir dr. jur. hefur verið skipuð í stöðu prófessors við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst en þar hefur hún starfað frá árinu 2003. Herdís lauk doktorsprófi í lögum frá lagadeild Lundarháskóla .
HERDÍS Þorgeirsdóttir dr. jur. hefur verið skipuð í stöðu prófessors við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst en þar hefur hún starfað frá árinu 2003.

Herdís lauk doktorsprófi í lögum frá lagadeild Lundarháskóla. Áður lauk hún meistaragráðu á sviði alþjóðastjórnmála og þjóðaréttar frá The Fletcher School of Law and Diplomacy í Boston. Hún hefur skrifað og birt greinar í virtum erlendum lagaritum, að því er segir í tilkynningu frá Viðskiptaháskólanumm, og á næstunni kemur bók hennar um ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla á grundvelli tjáningarfrelsisákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu út hjá Kluwer Law International. Hún starfar í hópi sérfræðinga að þróun jafnréttislöggjafar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.