HALLDÓR Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá TölvuMyndum. Hann starfaði áður hjá Opnum kerfum frá 1996, síðast sem framkvæmdastjóri sölusviðs. Þar áður starfaði hann hjá Verkfræðistofunni Hnit og hjá Orkustofnun.

HALLDÓR Pétursson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá TölvuMyndum. Hann starfaði áður hjá Opnum kerfum frá 1996, síðast sem framkvæmdastjóri sölusviðs. Þar áður starfaði hann hjá Verkfræðistofunni Hnit og hjá Orkustofnun. Halldór lauk prófi í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands 1987, Civ.Ing.-gráðu í byggingaverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg 1988 og Lich.Techn.-gráðu í byggingaverkfræði frá sama skóla 1991.

Helstu verkefni Halldórs hjá TölvuMyndum verða að samræma sölu- og markaðsmál milli einstakra sviða og setja upp eitt viðskiptastjórakerfi fyrir fyrirtækið.

TölvuMyndir eru alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum. Um 400 manns starfa hjá fyrirtækinu, þar af um 250 í höfuðstöðvum þess á Íslandi.