— Ljósmynd/Erlendur Bogason
Ígulkerin halda áfram að breiðast út í Eyjafirði og eru að segja má orðin plága. Þau éta upp nánast allan þara á útbreiðslusvæðunum og breyta þannig botndýralífinu til hins verra. Þarinn veitir seiðum og smærri fiskum og lífverum ekki lengur skjól.
Ígulkerin halda áfram að breiðast út í Eyjafirði og eru að segja má orðin plága. Þau éta upp nánast allan þara á útbreiðslusvæðunum og breyta þannig botndýralífinu til hins verra. Þarinn veitir seiðum og smærri fiskum og lífverum ekki lengur skjól. Ígulkerið á sér aðeins einn náttúrulegan óvin að talið er, en það er steinbíturinn, eina dýrið sem étur ígulker.