ÍSLANDSBANKASAMSTÆÐAN er 132,1 milljarða króna virði og er það miðað við að meðaltali 11,4% ávöxtunarkröfu til eigin fjár. Þetta er niðurstaða verðmats fyrirtækjagreiningar Landsbankans.

ÍSLANDSBANKASAMSTÆÐAN er 132,1 milljarða króna virði og er það miðað við að meðaltali 11,4% ávöxtunarkröfu til eigin fjár. Þetta er niðurstaða verðmats fyrirtækjagreiningar Landsbankans.

Þar kemur fram að miklar breytingar hafi orðið á Íslandsbanka síðan síðasta verðmat var unnið fyrir rétt um ári síðan. Segir í verðmati Landsbankans að miðað við að útistandandi hlutafé bankans sé 12.918 milljón hlutir þá sé niðurstaðan verðmatsgengið 10,2. Lokagengi á markaði á þriðjudag var 11,3 og því mælir Landsbankinn með að fjárfestar selji bréf sín í Íslandsbanka. Í vel dreifðum eignasöfnum er mælt með markaðsvogun.