EIGNARHALD í 23% af stærstu fyrirtækjum landsins er svokallað pýramídaeignarhald , samkvæmt grein í vikuritinu Vísbendingu.

EIGNARHALD í 23% af stærstu fyrirtækjum landsins er svokallað pýramídaeignarhald , samkvæmt grein í vikuritinu Vísbendingu.

Samkvæmt könnun Vísbendingar eru 63% stærstu fyrirtækja landsins í fjölskyldueigu og er velta þeirra 68% af veltu hundrað stærstu fyrirtækja landsins. "Erfiðara er að meta pýramídaeignina en eftir því sem best verður séð er eignarhald 23% stærstu fyrirtækjanna með pýramídafyrirkomulagi," segir í greininni. Pýramídaeignarhald er þegar aðili á ráðandi eignarhald í einu fyrirtæki sem á ráðandi hlut í öðru fyrirtæki sem svo á ráðandi eignarhlut í þriðja fyrirtækinu og svo koll af kolli.