Viðskipti í Kauphöll Íslands í gær námu alls 3.739 milljónum króna. Lækkaði úrvalsvísitala Aðallista um 0,5% og var hún 3.541 stig í dagslok. Mest urðu viðskipti með íbúðabréf , fyrir um 1.
Viðskipti í Kauphöll Íslands í gær námu alls 3.739 milljónum króna. Lækkaði úrvalsvísitala Aðallista um 0,5% og var hún 3.541 stig í dagslok. Mest urðu viðskipti með íbúðabréf , fyrir um 1.671 milljón króna en næst mest viðskipti urðu með hlutabréf fyrir um 795 milljónir króna. Mest hlutabréfaviðskipti urðu með bréf Actavis Group eða fyrir 266 milljónir króna og lækkaði gengi þeirra um 1%. Mesta hækkun varð á bréfum Bakkavarar Group og Össurar eða 1,2%.