Staða, tækifæri og framtíðarsýn upplýsingatækniiðnaðarins verður til umræðu á ráðstefnu Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, í samvinnu við Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, sem haldin verður á Nordica hotel 25. janúar frá klukkan 9.
Staða, tækifæri og framtíðarsýn upplýsingatækniiðnaðarins verður til umræðu á ráðstefnu Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, í samvinnu við Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, sem haldin verður á Nordica hotel 25. janúar frá klukkan 9.00 til 12.30. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra setur ráðstefnuna. Wilfried Grommen, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Microsoft í Evrópu og einn æðsti yfirmaður fyrirtækisins í álfunni, fjallar um möguleika Íslands, sóknarfæri og samanburð við önnur lönd. Frans Clemmesen, sviðsstjóri í ráðuneyti vísinda og tækni í Danmörku, fjallar um markvissa uppbyggingu og stefnu Dana í upplýsingatækniiðnaði. Þá ræðir Ingvar Kristinsson, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja, um stöðu upplýsingatækniiðnaðar hér á landi. Pallborðsumræður fara fram að loknum flutningi erinda. Þátttakendur verða: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, Ásgeir Friðgeirsson varaþingmaður, Bjarni Benediktsson þingmaður, Friðrik Sigurðsson, forstjóri TölvuMynda hf., Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, og Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið skraning@si.is eða í síma 591 0100 fyrir 24. janúar. Ráðstefnugjald er 4.900 krónur.