[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Häagen Dazs-ísinn á Íslandi HÄAGEN Dazs-ísinn, sem margir kannast efalítið við úr ferðum sínum erlendis, er nú fáanlegur hér á landi. Ísinn er upprunninn í Bandaríkjum og fór í sölu 1961 og var í fyrstu aðeins seldur í betri verslunum New York-borgar.

Häagen Dazs-ísinn á Íslandi

HÄAGEN Dazs-ísinn, sem margir kannast efalítið við úr ferðum sínum erlendis, er nú fáanlegur hér á landi. Ísinn er upprunninn í Bandaríkjum og fór í sölu 1961 og var í fyrstu aðeins seldur í betri verslunum New York-borgar. Hann fór í alþjóðlega dreifingu 1982 og hefur síðan notið umtalsverðra vinsælda víða um heim.

Það er Emmessís hf. sem sér um dreifingu og sölu íssins, sem verður seldur hér á landi í hálfslítra umbúðum og fæst með fimm bragðtegundum: "Vanilla", "Strawberries & Cream", "Bailey's", "Macadamia Nut Brittle" og "Cookies&Cream".