GREININGARDEILDIR bankanna spá því að bankarnir fjórir, Íslandsbanki, KB banki, Landsbanki Íslands og Straumur Fjárfestingarbanki, hafi hagnast um 41,6 milljarða króna á nýliðnu ári.

GREININGARDEILDIR bankanna spá því að bankarnir fjórir, Íslandsbanki, KB banki, Landsbanki Íslands og Straumur Fjárfestingarbanki, hafi hagnast um 41,6 milljarða króna á nýliðnu ári. Það jafngildir 800 milljóna króna hagnaði í viku hverri allt árið um kring.

Samkvæmt meðalspá greiningardeildanna var hagnaður KB banka mestur, tæpir 14 milljarðar króna á síðasta ári, hagnaður Íslandsbanka 11 milljarðar, hagnaður Landsbankans tæpir 10 milljarðar og hagnaður Straums tæpir 7 milljarðar.

Tvöföldun hjá þeim stærstu

Án Straums nemur samanlagður hagnaður stærstu bankanna þriggja tæpum 34,7 milljörðum en árið áður, 2003, var samanlagður hagnaður þeirra 16,3 milljarðar. Aukningin nemur, samkvæmt þessu, 113% og er það ríflega tvöföldun hagnaðar.

Þess má geta að árið 2002 nam hagnaður bankanna samtals 8,5 milljörðum króna./ Viðskipti