HINIR kínversku verkamenn sem lagðir voru af stað til Íslands til starfa við Kárahnjúkavirkjun á vegum Impregilo bíða nú á hóteli í Peking eftir því hvort atvinnuleyfi fæst fyrir þá eða ekki. Ómar R.

HINIR kínversku verkamenn sem lagðir voru af stað til Íslands til starfa við Kárahnjúkavirkjun á vegum Impregilo bíða nú á hóteli í Peking eftir því hvort atvinnuleyfi fæst fyrir þá eða ekki.

Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir að tekist hafi að stöðva för allra Kínverjanna, eftir að í ljós kom misskilningur milli Útlendingastofnunar og Vinnumálastofnunar um hvort öll tilskilin leyfi væru komin eða ekki. Voru Kínverjarnir komnir með vegabréfsáritun í hendur, sem þeir fengu í danska sendiráðinu í Peking.

Ómar segir kínversku verkamennina verða í Peking þar til mál skýrist. Ef veiting atvinnuleyfa dragist á langinn verði ferðatilhögun starfsmannanna endurskoðuð.