ÞEIR notendur mbl.is sem sækja eða fá sendar SMS-fréttir fá nú einnig senda netslóð með sömu frétt. Þegar netslóðin er valin er hægt að skoða alla fréttina eins og hún birtist á fréttavef mbl.is í GSM-símanum.

ÞEIR notendur mbl.is sem sækja eða fá sendar SMS-fréttir fá nú einnig senda netslóð með sömu frétt. Þegar netslóðin er valin er hægt að skoða alla fréttina eins og hún birtist á fréttavef mbl.is í GSM-símanum. Í þessari útgáfu fréttarinnar birtast íslenskir stafir réttir og ef mynd tengist fréttinni fylgir hún með.

Til þess að geta nýtt sér þessa þjónustu þurfa GSM-símar viðkomandi að styðja gagnasamband fyrir farsíma (GPRS) og hafa virka WAP-tengingu.

Þeir símar sem ekki hafa yfir að ráða slíku gagnasambandi geta eftir sem áður lesið fréttir í SMS-formi. Verð þjónustunnar helst óbreytt.

Samkvæmt upplýsingum símfélaganna eru nú sífellt fleiri símar í notkun sem geta nýtt sér tækni af þessu tagi. Meira en helmingur notenda OG Vodafone og Símans eiga slíka síma.