Sigrún Haraldsdóttir las í Morgunblaðinu að hlutfallslega fleiri konur ættu titrara hér á landi en annars staðar eða 52% samkvæmt alþjóðlegri kynlífsrannsókn, sem 350 þúsund konur í 41 landi tóku þátt í.

Sigrún Haraldsdóttir las í Morgunblaðinu að hlutfallslega fleiri konur ættu titrara hér á landi en annars staðar eða 52% samkvæmt alþjóðlegri kynlífsrannsókn, sem 350 þúsund konur í 41 landi tóku þátt í. Norskar konur ættu næstflest "leikföng" af þessu tagi á náttborðum sínum. Sigrún orti:

Ævi kvenna öll var forðum

einhvern veginn bitrari.

Núna er á næturborðum

notalegur titrari.

Jóhann Guðni

Reynisson orti:

Leikfang kvenna langt er gengið,

láta þær karla eflaust róa.

Núna hef ég nýskeð fengið

nýja sýn á "Skjálfandaflóa"!

Og Davíð Hjálmar

Haraldsson:

Tæknimenn verða æ vitrari

en veiðimenn strekktir og bitrari

og skyldu þeir róa

á Skjálfandaflóa

skemmir á miðunum titrari.

pebl@mbl.is