ÍSLENDINGAR báru sigurorð af Eistum, 4:1, í fyrsta leik sínum í Evrópukeppni B-þjóða í badminton sem hófst á Kýpur í gær.

ÍSLENDINGAR báru sigurorð af Eistum, 4:1, í fyrsta leik sínum í Evrópukeppni B-þjóða í badminton sem hófst á Kýpur í gær. Ragna Ingólfsdóttir hafði betur gegn andstæðingi sínum í einliðaleik kvenna, 11:4 og 11:6 en Magnús Ingi Helgason tapaði leik sínum, 15:6 og 15:9.

Í tvenndarleik sigruðu Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson, 15:10 og 15:12, í tvíliðaleik karla höfðu Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason betur, 15:6 og 15:3 og þær Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir lögðu andstæðinga sína, 15:9, 8:15 og 15:6.

Í dag mæta Íslendingar liði Luxemborgara.